Streita og álag hrekur konur af vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2018 08:00 Ein skýringin á því að konum í veikindaleyfi fjölgar er sú að álagið á kvennastéttir, svo sem sjúkraliða eða hjúkrunarfræðinga, sé allt of mikið. VÍSIR/VILHELM „Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira