Í öll fötin í einu Ritstjórn skrifar 6. mars 2018 09:30 Glamour/Getty Demna Gvasalia hjá Balenciaga skeytti saman kvenna - og herralínu tískuhússins, og sýndi línurnar saman. Það var góð ákvörðun, en hver hönnuður þarf tíma til að aðlaga sig að nýju tískuhúsi, og finna út hvað virkar. Demna Gvasalia sagði í viðtali um línuna að þetta væri fatalínan sem hann hefði alltaf viljað gera, og ef hann myndi gera fyrstu línuna sína aftur, þá liti hún svona út. Flíkurnar sem hann er þekktur fyrir að hafa komið í tísku voru til staðar, eins og stóru hettupeysurnar, sokkastígvélin og jakkafatajakkar. Mikið var um mynstur, og þá sérstaklega á jökkunum og kápunum. Köflótt, blómamynstur og jafnvel dýramunstur voru sýnileg, og öllu var blandað saman. Risastóru töskurnar voru einnig til staðar, merktar Balenciaga-merkinu, sem verða án efa vinsælar í sölu. Stíliseringin vakti líka mikla athygli, þar sem jakkar og kjólar voru hafðir undir risastórum kápum. Demna hefur einnig látið til sín taka í góðgerðarmálum, þar sem hann hefur vakið athygli á yfirframleiðslu fatnaðar í samstarfi við bresku verslunina Harrod's. Í þessari línu voru bolir sem stóð á "Balenciaga Support's The World Food Programme," en það eru samtök sem tileinka sér matarhjálp í þriðja heims ríkjum. Það þykir ekki skrýtið að Demna Gvasalia skuli vera svona vinsæll, og ef marka má þessa línu og önnur málefni sem hann hefur tekið að sér, þá munu vinsældir hans ekki fara dvínandi á næstunni. Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kristen Stewart á forsíðu októberblaðs Glamour Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour
Demna Gvasalia hjá Balenciaga skeytti saman kvenna - og herralínu tískuhússins, og sýndi línurnar saman. Það var góð ákvörðun, en hver hönnuður þarf tíma til að aðlaga sig að nýju tískuhúsi, og finna út hvað virkar. Demna Gvasalia sagði í viðtali um línuna að þetta væri fatalínan sem hann hefði alltaf viljað gera, og ef hann myndi gera fyrstu línuna sína aftur, þá liti hún svona út. Flíkurnar sem hann er þekktur fyrir að hafa komið í tísku voru til staðar, eins og stóru hettupeysurnar, sokkastígvélin og jakkafatajakkar. Mikið var um mynstur, og þá sérstaklega á jökkunum og kápunum. Köflótt, blómamynstur og jafnvel dýramunstur voru sýnileg, og öllu var blandað saman. Risastóru töskurnar voru einnig til staðar, merktar Balenciaga-merkinu, sem verða án efa vinsælar í sölu. Stíliseringin vakti líka mikla athygli, þar sem jakkar og kjólar voru hafðir undir risastórum kápum. Demna hefur einnig látið til sín taka í góðgerðarmálum, þar sem hann hefur vakið athygli á yfirframleiðslu fatnaðar í samstarfi við bresku verslunina Harrod's. Í þessari línu voru bolir sem stóð á "Balenciaga Support's The World Food Programme," en það eru samtök sem tileinka sér matarhjálp í þriðja heims ríkjum. Það þykir ekki skrýtið að Demna Gvasalia skuli vera svona vinsæll, og ef marka má þessa línu og önnur málefni sem hann hefur tekið að sér, þá munu vinsældir hans ekki fara dvínandi á næstunni.
Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kristen Stewart á forsíðu októberblaðs Glamour Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour