Hinn 66 ára gamli Sergei Skripa liggur þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í borginni Salisbury í suðurhluta Bretlands.
Skripa var árið 2006 dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir bresk yfirvöld en hann veitti bresku leynilögreglunni upplýsingar um rússneska njósnara í Evrópu. Hann hafði síðan fengið hæli í Bretlandi.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, lýsti því yfir í dag að svo gæti farið að bresku landsliðin mæti ekki á HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar. Kveikjan af því væri að ef það kæmi fram í dagsljósið að Rússar ætti sök á því að eitra fyrir Sergei Skripa á breskri grundu.
„Það væri erfitt að sjá fyrir sig hvernig bresku landsliðin á HM ættu þá að geta mætt á mótið,“ sagði Boris Johnson á breska þinginu í dag en Evening Standard segir frá þessu.
Woah big story. Boris warns England could be pulled from World Cup in retaliation if Russian behind #Salisbury incident. Full words. pic.twitter.com/5RciXgLFIh
— Paul Waugh (@paulwaugh) March 6, 2018
Enska liðið er í riðli með Belgum, Túnis og Panama á HM í Rússlandi í sumar. Fyrsti leikur Englendinga verður á móti Túnis í Volgograd 18. júní næstkomandi.