Tískupallurinn þakinn laufblöðum Ritstjórn skrifar 6. mars 2018 15:00 Það bíða margir spenntir eftir sýningum Chanel á tískuvikunni, og er það sýningin sem oftast lokar þessum tískumánuði sem nú er á enda. Chanel eiga nú einnig til að setja upp allsherjar leiksýningu og var engin undantekning gerð á því núna. Tískupalli Chanel var breytt í haustið, þakið laufblöðum í haustlitunum og háum trjám. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi tískuhússins til margra ára, kann svo sannarlega að koma áhorfendum í rétt skap, en þetta var einmitt haust - og vetrarlínan árið 2018. Bronslituð stígvél voru áberandi, og hefur Karl sagt skilið við plastið sem hefur verið svo áberandi hjá honum upp á síðkastið. Köflótta tweed efnið sem einkennt hefur tískuhúsið var til staðar, bæði í svörtum lit og einnig í brúnu haustlitunum. Blómamynstur var einnig haft á kjólum og jökkum, og haft í fallegum litum eins og bláum, bleikum og appelsínugulum. Karl Lagerfeld kemur kannski ekki rosalega oft á óvart með Chanel-línum sínum, en hann þekkir sína viðskiptavini, og í þessari línu eru fullt af eigulegum flíkum. Mest lesið Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Glæsilegt galaboð DiCaprio Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour
Það bíða margir spenntir eftir sýningum Chanel á tískuvikunni, og er það sýningin sem oftast lokar þessum tískumánuði sem nú er á enda. Chanel eiga nú einnig til að setja upp allsherjar leiksýningu og var engin undantekning gerð á því núna. Tískupalli Chanel var breytt í haustið, þakið laufblöðum í haustlitunum og háum trjám. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi tískuhússins til margra ára, kann svo sannarlega að koma áhorfendum í rétt skap, en þetta var einmitt haust - og vetrarlínan árið 2018. Bronslituð stígvél voru áberandi, og hefur Karl sagt skilið við plastið sem hefur verið svo áberandi hjá honum upp á síðkastið. Köflótta tweed efnið sem einkennt hefur tískuhúsið var til staðar, bæði í svörtum lit og einnig í brúnu haustlitunum. Blómamynstur var einnig haft á kjólum og jökkum, og haft í fallegum litum eins og bláum, bleikum og appelsínugulum. Karl Lagerfeld kemur kannski ekki rosalega oft á óvart með Chanel-línum sínum, en hann þekkir sína viðskiptavini, og í þessari línu eru fullt af eigulegum flíkum.
Mest lesið Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Glæsilegt galaboð DiCaprio Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour