Helmingur borgarbúa er hlynntur Borgarlínunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, BORGARLINAN.IS Helmingur þeirra Reykvíkinga sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is er hlynntur Borgarlínunni. Fjórðungur er andvígur henni og fjórðungur er hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild sést að 42 prósent eru hlynnt Borgarlínunni, 21 prósent er andvígt og 21 prósent hlutlaust. Þá eru 13 prósent sem hafa ekki gert upp hug sinn og 4 prósent vilja ekki svara spurningunni. Á vef Samstaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Borgarlínukerfið verði tveggja laga. Annars vegar er áformað að þar verði um að ræða Borgarlínuna sjálfa sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með liðvögnum, og hins vegar er það strætisvagnakerfi sem lagað verður að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið. Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, og verður ferðatími með henni því styttri en með öðrum ferðamáta. Tíðni ferða getur farið í fimm til sjö mínútur á annatímum en sums staðar getur hún farið í um tvær mínútur. Biðstöðvar verða yfirbyggðar og upplýsingaskilti verða sett upp sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur, líkt og þekkist víða um heim. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) Borgarlínunni? Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Helmingur þeirra Reykvíkinga sem afstöðu taka í könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is er hlynntur Borgarlínunni. Fjórðungur er andvígur henni og fjórðungur er hlutlaus í afstöðu sinni. Þegar svörin eru skoðuð í heild sést að 42 prósent eru hlynnt Borgarlínunni, 21 prósent er andvígt og 21 prósent hlutlaust. Þá eru 13 prósent sem hafa ekki gert upp hug sinn og 4 prósent vilja ekki svara spurningunni. Á vef Samstaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Borgarlínukerfið verði tveggja laga. Annars vegar er áformað að þar verði um að ræða Borgarlínuna sjálfa sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með liðvögnum, og hins vegar er það strætisvagnakerfi sem lagað verður að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið. Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum, og verður ferðatími með henni því styttri en með öðrum ferðamáta. Tíðni ferða getur farið í fimm til sjö mínútur á annatímum en sums staðar getur hún farið í um tvær mínútur. Biðstöðvar verða yfirbyggðar og upplýsingaskilti verða sett upp sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur, líkt og þekkist víða um heim. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 60,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) Borgarlínunni?
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Tengdar fréttir Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15