Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. mars 2018 09:00 Grunnlaun borgarfulltrúa eru 699 þúsund en stór hluti þeirra er vel yfir milljón krónum. Vísir/ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira