Félagsbústaðir kaupa íbúðir og stefna að hækkun leiguverðs Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir rekstur fasteignafélaga erfiðan þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað sem hefur áhrif á reksturinn. Vísir/ernir Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira