Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Sólveig segir að hin róttæka orðræða B-listans höfði vel til fólksins í Eflingu. Hún er boðberi breytinga í verkalýðsbaráttunni. Vísir/Anton „Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
„Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verkalýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félagsins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta fulltrúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt í samtali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosalega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Það gefur náttúrlega augaleið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosningunum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðendum B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Þetta er rosalegt, segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar. 7. mars 2018 00:42