„Sveitarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna umferðaröryggismála við Kerið þar sem umferð hefur aukist verulega,“ segir í bókun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu 27. febrúar hafnaði sveitarstjórnin hugmyndum um uppbyggingu frekari ferðaþjónustu við Kerið því landeigendur féllust á að flytja aðkomuleið að náttúruperlunni á tryggari stað austar á Biskupstungnabraut.
„Þegar það koma tíu bílar á þrjátíu mínútna fresti þá er þetta orðin gríðarleg traffík,“ sagði Gunnar Þorgeirsson oddviti.
Óskað hefur verið eftir tillögum Vegagerðarinnar um úrbætur.
