Pest Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Ein helsta og elsta fyrirmynd mín í lífinu er geðstirða öndin Andrés. Síðar komu Láki jarðálfur, Fúsi froskagleypir, Humphrey Bogart, Lord Byron, Jim Morrison og Mickey Rourke. Glataðar fyrirmyndir. Eiginlega er ég lifandi sönnun þess að fyrirmyndir ætti að afnema með öllu. Hver manneskja ætti að leggja sig fram um að vera nákvæmlega sú sem hún er. Ekkert annað. Gargið í frumfyrirmynd minni hefur bergmálað í hausnum á mér í allan vetur. Meira að segja með íslenskum texta. Í gamalli stuttmynd fer Andrés út í skóg að mynda fuglalíf. Allar verðlaunatökurnar eyðilögðust þegar fuglinn Aracuan, hinn kærulausi trúður skógarins, trommaði upp í góðum gír. Við Andrés þolum ekki pakk í góðum gír. Drési fékk sig að lokum fullsaddan og gargaði á illfyglið, á íslensku: „Drullaðu þér, pestin þín!“ Þessi orð sturluðu andarinnar sem er minn Muninn í fuglametingi mínum við Óðin hef ég gólað sárþjáður síðan í september og er enn að. Fyrir sléttum hundrað árum höfðum við frostaveturinn mikla og nú höfum við pestarveturinn mikla. Ég hef samt fengið nóg og nenni ekki fleiri pestarlegum í ár. Einhvern tíma var mér sagt að vor árlega pest væri kölluð „Asíu-flensa“ vegna þess að óværan byrjar alltaf í Kína vegna þess að þar skeina þeir sér með fingrunum. Í fyrstaheimsþjáningum mínum vildi ég óska þess að þau þarna hinum megin á hnettinum byrjuðu að nota salernispappír. Að vísu er það ekki mjög umhverfisvænt og heilu regnskógarnir myndu spænast upp ef rúmur milljarður af rassgötum træði sér í lúxusklúbbinn okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun
Ein helsta og elsta fyrirmynd mín í lífinu er geðstirða öndin Andrés. Síðar komu Láki jarðálfur, Fúsi froskagleypir, Humphrey Bogart, Lord Byron, Jim Morrison og Mickey Rourke. Glataðar fyrirmyndir. Eiginlega er ég lifandi sönnun þess að fyrirmyndir ætti að afnema með öllu. Hver manneskja ætti að leggja sig fram um að vera nákvæmlega sú sem hún er. Ekkert annað. Gargið í frumfyrirmynd minni hefur bergmálað í hausnum á mér í allan vetur. Meira að segja með íslenskum texta. Í gamalli stuttmynd fer Andrés út í skóg að mynda fuglalíf. Allar verðlaunatökurnar eyðilögðust þegar fuglinn Aracuan, hinn kærulausi trúður skógarins, trommaði upp í góðum gír. Við Andrés þolum ekki pakk í góðum gír. Drési fékk sig að lokum fullsaddan og gargaði á illfyglið, á íslensku: „Drullaðu þér, pestin þín!“ Þessi orð sturluðu andarinnar sem er minn Muninn í fuglametingi mínum við Óðin hef ég gólað sárþjáður síðan í september og er enn að. Fyrir sléttum hundrað árum höfðum við frostaveturinn mikla og nú höfum við pestarveturinn mikla. Ég hef samt fengið nóg og nenni ekki fleiri pestarlegum í ár. Einhvern tíma var mér sagt að vor árlega pest væri kölluð „Asíu-flensa“ vegna þess að óværan byrjar alltaf í Kína vegna þess að þar skeina þeir sér með fingrunum. Í fyrstaheimsþjáningum mínum vildi ég óska þess að þau þarna hinum megin á hnettinum byrjuðu að nota salernispappír. Að vísu er það ekki mjög umhverfisvænt og heilu regnskógarnir myndu spænast upp ef rúmur milljarður af rassgötum træði sér í lúxusklúbbinn okkar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun