Ter Stegen fékk nauðungarkost 10 ára: „Ferð í mark eða yfirgefur klúbbinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:00 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira
Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Sjá meira