Handbolti

Seinni bylgjan: Ýmir fékk ekki að fara inn í klefa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það fer fátt, ef eitthvað, framhjá strákunum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Þegar þeir voru að gera upp leik FH og Vals í gær ráku þeir augun í stórskemmtilegt atvik þegar öryggisvörður kom í veg fyrir að Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, færi inn í klefa að leik loknum.

Ýmir er meiddur og var því ekki á bekknum hjá Val í gær, heldur í áhorfendastúkunni. Eftir leikinn ætlaði hann að rölta inn í klefa og vera með félögum sínum, en öryggisvörður í Kaplakrika hélt nú heldur betur ekki.

Strákunum í Seinni bylgjunni fannst þetta atvik einstaklega skemmtilegt og gerðu mikið grín að því að Ýmir fór á stórmót með landsliðinu en fékk ekki að fara í klefann í Kaplakrika.

„Reglur eru reglur félagi, enginn inn á völlinn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson hlæjandi þegar þeir fóru yfir myndirnar.

Þetta stórskemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×