Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42