„Þú þarft eitt mesta kraftaverk knattspyrnusögunnar til þess að fara áfram, svo við höfum engu að tapa,” sagði þessi fyrrum varnarmaður West Brom, Stoke og Southampton.
„Eini hluturinn sem þú munt sjá eftir ef leikmennirnir gefa ekki allt. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir leikmennina og mig sjálfan til þess að fá þessa reynslu.”
Rætt var um hvort að Östersund þyrfti meira og stærra kraftaverk en við sáum á mánudaginn þegar Wigan henti Man. City úr keppni í enska bikarnum.
„Við verðum stoltir af því sem við höfum gert, sama hver úrslitin verða og við munum halda höfðinu hátt,” sagði Potter og bætti við að lokum:
„Fyrir sjö árum síðan fór ég frá Heathrow til þess að taka við fjórðu deildarliði í Svíþjóð. Á morgun fer ég með fimm þúsund stuðningsmenn frá Östersund.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.