Óskar Hrafn: Leiðinlegur Mourinho er að eyðileggja Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:00 Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Leikur Sevilla og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gær verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif og allra síst frá leikmönnum enska liðsins. Gagnrýnin hefur borist að knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og var staða hans rædd í Meistaradeildarmörkunum eftir leik á Stöð 2 Sport í gær. Ríkharð Óskar Guðnason fór þá yfir stöðuna með þeim Bjarna Guðjónssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni en óhætt er að segja að sá síðastnefndi sé ekki ánægður með framferði Mourinho og hvaða áhrif hann hefur haft á lið Manchester United. Mourinho virtist ofan á allt einfaldlega leiðast á hliðarlínunni í gær. „Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn sem sagðist enn fremur aldrei hafa verið neitt sérstaklega hrifinn af þeim sjálfur. Mourinho hafði verið fremur viðskotaillur á blaðamannafundi eftir leik og tók illa í spurningu blaðamanns um hlutverk Alexis Sanchez í liðinu. Óskar Hrafn sagði að það væri bara eitt af mörgum dæmum um hegðun Mourinho sem hann væri ekki hrifinn af. „Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn. „Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“ „Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30 Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
De Gea frábær er United gerði markalaust jafntefli | Sjáðu allt það helsta Sevilla og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum. 21. febrúar 2018 21:30
Pogba á bekknum gegn Sevilla Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum. 21. febrúar 2018 17:47