Lögreglumaður er látinn eftir baráttu spænsku lögreglunnar við stuðningsmenn Spartak Moskvu, en Spartak spilaði við Athletic Bilbao í kvöld í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Marca greinir frá því að um 200 stuðningsmenn rússnesska liðsins hafi komið á völlinn klukkutímum fyrir leikinn. Þar hafi þeir hent glösum og blysum í átt að stuðningsmönnum Bilbao.
Lögreglan í Baskalandi reyndi síðan að koma sér inn á milli stuðningsmannahópanna, en það gekk mjög illa. Það endaði það skelfilega að einn lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús með hjartastopp.
Stuttu síðar var greint frá því að hann væri því miður látinn, en að minnsta kosti fimm voru handteknir í látunum í kvöld. Það er ljóst að UEFA þarf að taka enn fastar á þessum málum.
Lögreglumaður látinn eftir átök við stuðningsmenn Spartak Moskvu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn



Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn




Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn