Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Ritstjórn skrifar 23. febrúar 2018 15:00 WIFT - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi ætla að fara að fordæmi kollega sína út í heimi og vekja athygli á #metoo byltingunni á Edduhátíðinni sem fer fram á sunnudaginn næstkomandi á Hótel Hilton. Byltingin mun fá sérstaka athygli í ár og til að sýna því samstöðu eru konur sem ætla á Edduna hvattar til að klæðast rauðum eða svörtum fatnaði. Þá verður notað myllumerkið #égerhér, fyrir viðburðinn á samfélagsmiðlum, en setningin á að sýna stuðning við þær sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og að túlka háværa rödd kvenna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hér á landi. Þá mun upphafsatriði Eddunnar í ár vera í þeirra höndum og þær ætla að deila út barmerkjum fyrir þá sem vilja um kvöldið. #Metoo byltingin hefur fengið veigamikið hlutverk á hátíðum á borð við Golden Globe og Bafta á þessu ári og flott framtak að sú sé einnig raunin hér á landi. Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. Undir trénu var með flestar tilnefningar þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru eða alls 12 talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Svanurinn 9 tilnefningar og þáttaröðin Stella Blómkvist 8 tilnefningar.Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum.Glamour/Getty Eddan Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Óður til steríótýpunnar hjá Vetements Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Chloe Sevigny auglýsir Jimmy Choo Glamour Hildur Yeoman hannar fyrir Göngum saman Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour
WIFT - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi ætla að fara að fordæmi kollega sína út í heimi og vekja athygli á #metoo byltingunni á Edduhátíðinni sem fer fram á sunnudaginn næstkomandi á Hótel Hilton. Byltingin mun fá sérstaka athygli í ár og til að sýna því samstöðu eru konur sem ætla á Edduna hvattar til að klæðast rauðum eða svörtum fatnaði. Þá verður notað myllumerkið #égerhér, fyrir viðburðinn á samfélagsmiðlum, en setningin á að sýna stuðning við þær sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og að túlka háværa rödd kvenna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hér á landi. Þá mun upphafsatriði Eddunnar í ár vera í þeirra höndum og þær ætla að deila út barmerkjum fyrir þá sem vilja um kvöldið. #Metoo byltingin hefur fengið veigamikið hlutverk á hátíðum á borð við Golden Globe og Bafta á þessu ári og flott framtak að sú sé einnig raunin hér á landi. Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. Undir trénu var með flestar tilnefningar þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru eða alls 12 talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Svanurinn 9 tilnefningar og þáttaröðin Stella Blómkvist 8 tilnefningar.Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum.Glamour/Getty
Eddan Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Óður til steríótýpunnar hjá Vetements Glamour Met Gala 2017: Stjörnurnar skemmtu sér konunglega Glamour Chloe Sevigny auglýsir Jimmy Choo Glamour Hildur Yeoman hannar fyrir Göngum saman Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour