Það er alltaf skemmtilegt þegar nýjungar bætast við í íslenskum tískuvöruverslunum, en danska merkið Envii fæst nú í Galleri Sautján, frá og með deginum í dag. Envii er á frábæru verði, og er hægt að fá skemmtilegar flíkur, allt frá hversdagslegum og þægilegum prjónapeysum yfir í bleika jakka og kjóla.
Við settum saman fjögur skemmtileg dress fyrir helgina, þar sem Envii er í aðalhlutverki. Köflótti rykfrakkinn og gallajakkinn mættu alveg bætast við okkar fataskáp sem fyrst, en við sjáum mikið notagildi í þeim flíkum.
Góða helgi!



