Aron Sigurðarson er á faraldsfæti í norska boltanum og mun bætast í hóp Íslendinganna hjá Start. Aron hefur verið í röðum Tromsö frá árinu 2016 en félagið hefur nú ákveðið að selja hann til Start.
Leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tromsö og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið. Því þarf Tromsö að selja núna ef félagið vill fá eitthvað fyrir hann.
Tromsö hefur þegar náð samkomulagi við Start um kaupverð að því er fram kemur á VG. Aron hefur skorað sex mörk í 45 leikjum fyrir Tromsö. Hann hefur spilað sex landsleiki og skoraði þeim tvö mörk.
Start vonast eftir því að Aron skrifi undir samning við félagið á næstu 24 tímum. Hjá Start hittir Aron fyrir landa sína Kristján Flóka Finnbogason og Guðmund Andra Tryggvason.
Aron til Start frá Tromsö
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn