Strax komnar fram vangaveltur um að Barcelona ætli að selja Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 11:30 Philippe Coutinho fagnar markinu sem hann lagði upp fyrir Luis Suarez. Vísir/Getty Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Philippe Coutinho skoraði laglegt mark um helgina og átti einnig flotta stoðsendingu á Luis Suarez. Það lítur út fyrir að hann sé að smella inn í liðið eftir rólega byrjun. Það breytir ekki því að spænsku blöðin eru farin að velta fyrir sér hvort að framtíð Brasilíumannsins sé í raun á Nou Camp. Nýjasta sögusögnin er það að Barcelona og Paris Saint-Germain ætli að skipta á þeim Philippe Coutinho og Kylian Mbappé í sumar. Barcelona eyddi mörgum mánuðum í að sannfæra Liverpool um að selja Philippe Coutinho og það tókst loksins að fá hann fyrir 100 milljónir punda í janúar. Franska liðið Paris Saint-Germain vill hinsvegar fá Philippe Coutinho og félagið er tilbúið að láta frá sér franska ungstirnið Kylian Mbappé til að að því verði. Stór hluti ástæðunnar er að reyna að sannfæra stærstu stjörnu PSG um að spila áfram í París.PSG are considering offering Barça Mbappe + cash for Brazilian playmaker Philippe Coutinho in order to convince Neymar to stay at their club. [el pais] pic.twitter.com/PBAUKBfPmN — Catalan Edition (@CatalanEdition2) February 26, 2018 Spænska blaðið El Pais segir frá þessu og heldur því fram að ein aðalástæðan fyrir þessu sé að þeir Neymar og Kylian Mbappé nái ekki saman. Philippe Coutinho og Neymar eru hinsvegar miklir vinir úr brasilíska landsliðinu. Barcelona er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á Kylian Mbappé en það hefur líka enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Það eru eflaust líka fleiri stór félög sem vilja fá þennan spennandi leikmann til sín í sumar fari svo að hann eigi sér ekki framtíð í París. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Philippe Coutinho skoraði laglegt mark um helgina og átti einnig flotta stoðsendingu á Luis Suarez. Það lítur út fyrir að hann sé að smella inn í liðið eftir rólega byrjun. Það breytir ekki því að spænsku blöðin eru farin að velta fyrir sér hvort að framtíð Brasilíumannsins sé í raun á Nou Camp. Nýjasta sögusögnin er það að Barcelona og Paris Saint-Germain ætli að skipta á þeim Philippe Coutinho og Kylian Mbappé í sumar. Barcelona eyddi mörgum mánuðum í að sannfæra Liverpool um að selja Philippe Coutinho og það tókst loksins að fá hann fyrir 100 milljónir punda í janúar. Franska liðið Paris Saint-Germain vill hinsvegar fá Philippe Coutinho og félagið er tilbúið að láta frá sér franska ungstirnið Kylian Mbappé til að að því verði. Stór hluti ástæðunnar er að reyna að sannfæra stærstu stjörnu PSG um að spila áfram í París.PSG are considering offering Barça Mbappe + cash for Brazilian playmaker Philippe Coutinho in order to convince Neymar to stay at their club. [el pais] pic.twitter.com/PBAUKBfPmN — Catalan Edition (@CatalanEdition2) February 26, 2018 Spænska blaðið El Pais segir frá þessu og heldur því fram að ein aðalástæðan fyrir þessu sé að þeir Neymar og Kylian Mbappé nái ekki saman. Philippe Coutinho og Neymar eru hinsvegar miklir vinir úr brasilíska landsliðinu. Barcelona er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á Kylian Mbappé en það hefur líka enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Það eru eflaust líka fleiri stór félög sem vilja fá þennan spennandi leikmann til sín í sumar fari svo að hann eigi sér ekki framtíð í París.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira