Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 19:45 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda. Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda.
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent