Haukar halda sigurgöngunni áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 21:00 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn