Læknar nota myndbönd við mat á höfuðhöggum á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 06:00 Haukur Björnsson, læknir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali í Akraborginni í gær og ræddi áherslubreytingar í meðhöndlun höfuðhögga á HM í sumar. „Það verður lögð meiri áhersla á að vernda leikmenn. Við höfum séð í fyrri mótum að menn hafa verið sendir aftur inn á völlinn eftir höfuðhögg og að leikmenn neiti að fara út af. Þetta verður litið alvarlegum augum núna,“ sagði Haukur. Þá verður myndbandstækni notuð til þess að ákvarða hvort leikmaður geti haldið áfram leik eftir höfuðhögg „Dómarinn hefur leyfi til þess að stoppa leikinn í þrjár mínútur. Þá hefur maður tíma til þess að meta leikmanninn. En margir eru ansi fljótir að jafna sig eftir höfuðhögg, jafnvel eftir að hafa rotast, og þá getur leikmaður verið orðinn eðlilegur á að sjá þegar læknirinn kemur að honum.“ „Það verður einhver úr læknateyminu sem situr uppi í stúku og horfir á skjá með tæknimanni og þá séð fyrstu sekúndurnar líka. Hann er þá með talstöð og getum við fengið upplýsingar beint þaðan og það hjálpar við ákvarðanatökuna.“ Ákvörðunin um það hvort leikmaður fær að halda áfram leik eða ekki verður alfarið í höndum lækna á mótinu og verður skýrt tekið á því að leikmaður eigi að fara út af rotist hann í leik. Hjörtur Hjartarson lagði fyrir Hauk dæmi; ef Aron Einar Gunnarsson fengi höfuðhögg eftir 20 mínútur í leik gegn Argentínu og læknateymið væri ekki alveg öruggt á því hvort hann gæti haldið áfram en hann segðist vera í góðu lagi, þá yrði ansi erfitt að halda honum af leikvellinum. „Ef þú ert ekki 100 viss þá á að gera eins og Bretinn segir: When in doubt, sit them out (sem á íslensku þýðist svo að ef einhver efi sé þá eigi leikmenn að sitja hjá). Þá eiga þeir ekki að fara inn á aftur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Haukur Björnsson, læknir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali í Akraborginni í gær og ræddi áherslubreytingar í meðhöndlun höfuðhögga á HM í sumar. „Það verður lögð meiri áhersla á að vernda leikmenn. Við höfum séð í fyrri mótum að menn hafa verið sendir aftur inn á völlinn eftir höfuðhögg og að leikmenn neiti að fara út af. Þetta verður litið alvarlegum augum núna,“ sagði Haukur. Þá verður myndbandstækni notuð til þess að ákvarða hvort leikmaður geti haldið áfram leik eftir höfuðhögg „Dómarinn hefur leyfi til þess að stoppa leikinn í þrjár mínútur. Þá hefur maður tíma til þess að meta leikmanninn. En margir eru ansi fljótir að jafna sig eftir höfuðhögg, jafnvel eftir að hafa rotast, og þá getur leikmaður verið orðinn eðlilegur á að sjá þegar læknirinn kemur að honum.“ „Það verður einhver úr læknateyminu sem situr uppi í stúku og horfir á skjá með tæknimanni og þá séð fyrstu sekúndurnar líka. Hann er þá með talstöð og getum við fengið upplýsingar beint þaðan og það hjálpar við ákvarðanatökuna.“ Ákvörðunin um það hvort leikmaður fær að halda áfram leik eða ekki verður alfarið í höndum lækna á mótinu og verður skýrt tekið á því að leikmaður eigi að fara út af rotist hann í leik. Hjörtur Hjartarson lagði fyrir Hauk dæmi; ef Aron Einar Gunnarsson fengi höfuðhögg eftir 20 mínútur í leik gegn Argentínu og læknateymið væri ekki alveg öruggt á því hvort hann gæti haldið áfram en hann segðist vera í góðu lagi, þá yrði ansi erfitt að halda honum af leikvellinum. „Ef þú ert ekki 100 viss þá á að gera eins og Bretinn segir: When in doubt, sit them out (sem á íslensku þýðist svo að ef einhver efi sé þá eigi leikmenn að sitja hjá). Þá eiga þeir ekki að fara inn á aftur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira