Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2018 12:07 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar. Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar.
Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30