Segir forneskjuleg viðhorf til hundahalds enn ríkjandi Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. febrúar 2018 20:00 Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“ Dýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“
Dýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira