Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2018 19:44 Miklar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag.Lægðin sem hrellt hefur landsmenn um helgina hefur að sögn veðurfræðinga verið nokkuð óútreiknanleg. Veðrinu hafði verið spáð verstu á suðaustur- og norðvesturhorni landsins en vandræðin í gærkvöldi og í nótt voru hvað verst í Árnessýslu og Biskupstungum.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru ökumenn og farþegar í á annað hundrað bílum í vandræðum ýmist vegna ófærðar eða veðurs. Rætt var við Einar Daníelsson úr svæðisstjórn björgunarsveitanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Það er búið að vera mikið álag á ykkur í dag og síðustu daga, eru þínir menn ekkert orðnir þreyttir?„Nei, það held ég ekki. Okkar mannskapur er bara þjálfaður fyrir þetta og við tökumst á við hvert verkefni og klárum það. Þetta er bara ekkert annað en venjuleg æfing,“ sagði Einar.Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum um allt land síðan í gær vegna veðurs.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFjöldahjálparstöðvar voru opnaðar á Selfossi og Aratungu en um miðja nótt höfðu björgunarsveitir þar náð að greiða úr mestu vandamálunum. Á þeim tíma var veður orðið verulega vont á Vestfjörðum og var mikil ofankoma. Óvissustig hefur verið á Vestfjörðum vegna mikillar snjóflóðahættu en að minnsta kosti þrjú flóð féllu þar í nótt. Tvö í Eyrarhlíð að veginum milli Ísafjarðar og Hnífsdals og eitt við sunnanverðan Tálknafjörð, fjarri byggð, en þar fór flóðið yfir veginn Eftir hádegi var þó óvissustigi aflýst á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrir vestan þurfum björgunarsveitarmenn að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að komast til og frá vinnu í morgun.Það snjóaði víða í nótt. Þessi mynd var tekin á Bolungarvík í morgun.Hafþór GunnarssonLægðin kom svo inn á Suðvesturhorn landsins. Um hádegisbil var orðið verulega hvasst og færð farin að spillast og um tíma voru allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar. Var fólk hvatt til þess að halda sig innan dyra. Þá var skipulögðum ferðum aflýst og sumir ferðamenn því í reiðileysi í miðborginni.Eruð þið vön svona veðri? „Nei. Ekki á Englandi“, sagði Vicky Turner, ferðamaður frá Englandi en ferð hennar og Peter Fair var frestað vegna veðurs.Hvað ætlið þið þá að gera? „Við ætlum bara að skoða okkur um hér. Við viljum sleppa úr kófinu. Koma okkur inn í verslun eða eitthvað.“ „Við gerðum allt sem ferðamenn gera á síðustu þremur dögum en í dag erum við veðurteppt því flugferð okkar var aflýst. Við vitum ekki hvað við eigum að gera,“ sagði Anisha Sheikh, ferðamaður frá Bretlandi.Anisha Sheikj frá Bretlandi var föst hér á landi í dag vegna veðurs.VísirMikla samgöngutruflanir hafa orðið í dag. Mikil röskun var á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll og öllu innanlandsflugi var aflýst. Stórri og viðamikilli björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila sem haldin átt að vera fyrir framan Hörpu í dag var aflýst vegna veðurs. Eftir hádegi hætti strætó að ganga tímabundið og þjónustufyrirtæki hættu heimsendingum. Á öðrum tímanum þurfti svo að loka Kringlumýrarbraut til suðurs en átta bíla árekstur hafði orðið á veginum. „Þegar við komum á staðinn voru hérna átta bílar saman í klessu, aftakaveður, slæmt skyggni og skafrenningur en sem betur fer lítil slys á fólki en við fluttum einn á slysadeild,“ segir Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá SHS. Þá varð annar átta bíla árekstur á Reykjanesbraut á brúnni við Voga- og Vatnsleysuströnd. Þaðan var einn fluttur á slysadeild og eignatjón var mikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla þar sem um fimmtíu manns dvöldu í skamman tíma á meðan vegurinn um Kjalarnes lokaðist. „Ég er að fara á Hvammstanga,“ sagði Martin Mikdovich sem sagðist vita að veginum hafði verið lokað þegar hann fór af stað en hann vonaðist til þess að vegurinn myndi opna fljótlega.Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói KÞessi lægð sem gengið hefur yfir síðustu daga hefur verið óútreiknanleg en rætt var við Harald Ólafsson veðurfræðing í kvöldfréttunum.Hvernig verður þetta í kvöld og á morgun? „Hann gengur smám saman niður í kvöld og á morgun og svo lítur bara út fyrir að hann dúri á morgun og það verði skaplegt veður um allt land á morgun.“Hvernig lýsir það sér að hún sé óútreiknanleg, þessi lægð? „Það er næsta lægð sem er óútreiknanleg og hún er á þriðjudaginn. Í þeirri merkingu að merkingum ber ekki saman um hvaða vindar blása en þeim ber þó saman um það að það verði vont veður á þriðjudaginn. Við sjáum þennan óútreiknanleika ef við lítum á snjókomuna undir skyni ljósanna sem ég hvet fólk til að gera. Þetta er eina veðrið þar sem maður séð hvernig vindurinn hagar sér.“ Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Miklar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag.Lægðin sem hrellt hefur landsmenn um helgina hefur að sögn veðurfræðinga verið nokkuð óútreiknanleg. Veðrinu hafði verið spáð verstu á suðaustur- og norðvesturhorni landsins en vandræðin í gærkvöldi og í nótt voru hvað verst í Árnessýslu og Biskupstungum.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru ökumenn og farþegar í á annað hundrað bílum í vandræðum ýmist vegna ófærðar eða veðurs. Rætt var við Einar Daníelsson úr svæðisstjórn björgunarsveitanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Það er búið að vera mikið álag á ykkur í dag og síðustu daga, eru þínir menn ekkert orðnir þreyttir?„Nei, það held ég ekki. Okkar mannskapur er bara þjálfaður fyrir þetta og við tökumst á við hvert verkefni og klárum það. Þetta er bara ekkert annað en venjuleg æfing,“ sagði Einar.Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum um allt land síðan í gær vegna veðurs.Vísir/Jóhann K. JóhannssonFjöldahjálparstöðvar voru opnaðar á Selfossi og Aratungu en um miðja nótt höfðu björgunarsveitir þar náð að greiða úr mestu vandamálunum. Á þeim tíma var veður orðið verulega vont á Vestfjörðum og var mikil ofankoma. Óvissustig hefur verið á Vestfjörðum vegna mikillar snjóflóðahættu en að minnsta kosti þrjú flóð féllu þar í nótt. Tvö í Eyrarhlíð að veginum milli Ísafjarðar og Hnífsdals og eitt við sunnanverðan Tálknafjörð, fjarri byggð, en þar fór flóðið yfir veginn Eftir hádegi var þó óvissustigi aflýst á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrir vestan þurfum björgunarsveitarmenn að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að komast til og frá vinnu í morgun.Það snjóaði víða í nótt. Þessi mynd var tekin á Bolungarvík í morgun.Hafþór GunnarssonLægðin kom svo inn á Suðvesturhorn landsins. Um hádegisbil var orðið verulega hvasst og færð farin að spillast og um tíma voru allar leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu lokaðar. Var fólk hvatt til þess að halda sig innan dyra. Þá var skipulögðum ferðum aflýst og sumir ferðamenn því í reiðileysi í miðborginni.Eruð þið vön svona veðri? „Nei. Ekki á Englandi“, sagði Vicky Turner, ferðamaður frá Englandi en ferð hennar og Peter Fair var frestað vegna veðurs.Hvað ætlið þið þá að gera? „Við ætlum bara að skoða okkur um hér. Við viljum sleppa úr kófinu. Koma okkur inn í verslun eða eitthvað.“ „Við gerðum allt sem ferðamenn gera á síðustu þremur dögum en í dag erum við veðurteppt því flugferð okkar var aflýst. Við vitum ekki hvað við eigum að gera,“ sagði Anisha Sheikh, ferðamaður frá Bretlandi.Anisha Sheikj frá Bretlandi var föst hér á landi í dag vegna veðurs.VísirMikla samgöngutruflanir hafa orðið í dag. Mikil röskun var á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll og öllu innanlandsflugi var aflýst. Stórri og viðamikilli björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila sem haldin átt að vera fyrir framan Hörpu í dag var aflýst vegna veðurs. Eftir hádegi hætti strætó að ganga tímabundið og þjónustufyrirtæki hættu heimsendingum. Á öðrum tímanum þurfti svo að loka Kringlumýrarbraut til suðurs en átta bíla árekstur hafði orðið á veginum. „Þegar við komum á staðinn voru hérna átta bílar saman í klessu, aftakaveður, slæmt skyggni og skafrenningur en sem betur fer lítil slys á fólki en við fluttum einn á slysadeild,“ segir Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá SHS. Þá varð annar átta bíla árekstur á Reykjanesbraut á brúnni við Voga- og Vatnsleysuströnd. Þaðan var einn fluttur á slysadeild og eignatjón var mikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla þar sem um fimmtíu manns dvöldu í skamman tíma á meðan vegurinn um Kjalarnes lokaðist. „Ég er að fara á Hvammstanga,“ sagði Martin Mikdovich sem sagðist vita að veginum hafði verið lokað þegar hann fór af stað en hann vonaðist til þess að vegurinn myndi opna fljótlega.Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói KÞessi lægð sem gengið hefur yfir síðustu daga hefur verið óútreiknanleg en rætt var við Harald Ólafsson veðurfræðing í kvöldfréttunum.Hvernig verður þetta í kvöld og á morgun? „Hann gengur smám saman niður í kvöld og á morgun og svo lítur bara út fyrir að hann dúri á morgun og það verði skaplegt veður um allt land á morgun.“Hvernig lýsir það sér að hún sé óútreiknanleg, þessi lægð? „Það er næsta lægð sem er óútreiknanleg og hún er á þriðjudaginn. Í þeirri merkingu að merkingum ber ekki saman um hvaða vindar blása en þeim ber þó saman um það að það verði vont veður á þriðjudaginn. Við sjáum þennan óútreiknanleika ef við lítum á snjókomuna undir skyni ljósanna sem ég hvet fólk til að gera. Þetta er eina veðrið þar sem maður séð hvernig vindurinn hagar sér.“
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira