Kaupa ekki í Arion banka fyrir útboð Hörður Ægisson skrifar 12. febrúar 2018 05:45 Stefnt er að því að skrá Arion banka á hlutabréfamarkað síðar á árinu, líklegast öðru hvoru megin við páska. VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00
Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52
Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00