Soros fjárfestir í andstæðingum Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 23:31 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna. Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Auðjöfurinn George Soros hefur boðið gagnrýnendum sínum birginn með því að fjárfesta enn frekar í baráttuhópnum Best for Britain sem berst gegn fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Soros gaf hópnum 400 þúsund pund í liðinni viku en fékk á sig mikla gagnrýni, þar á meðal frá breska dagblaðinu Daily Telegraph sem sakaði Soros um að skipta sér af málefnum Bretlands. Segir Soros að vegna þessarar gagnrýni hafi hann ákveðið að gefa hópnum 100 þúsund pund til viðbótar. „Mér er bæði ljúft og skylt að berjast gegn þeim sem beita ófrægingarherferðum í stað röksemda, til þess að verja sinn vonda málstað,“ sagði Soros í viðtali við breska blaðið The Guardian. Soros, sem fæddist í Ungverjalandi og er með bandarískan ríkisborgararétt, er alræmdur í Bretlandi eftir að hann auðgaðist mjög á því að veðja gegn breska pundinu árið 1992. Talið er að hann hafi hagnast um 1,8 milljarða dollara eftir að veðmál hans um að breska pundið myndi veikjast verulega gegn þýska markinu gekk eftir. Hefur hann gefið samtökum sínum, Open Society Foundation, megnið af auðæfum sínum en fjárframlögin til Best for Britain voru í nafni samtakanna.
Brexit Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00