Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:15 Mynd sem tekin er á Haítí í janúar 2011, ári eftir jarðskjálftann sem lagði landið að mestu í rúst. Svæðisstjóri Oxfam á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi og fengið vændiskonur heim til sín í villuna sem Oxfam leigði handa honum vegna starfsins. vísir/getty Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian. Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. Samtökin fengu 34 milljónir punda í fjárframlög frá breska ríkinu í fyrra, sem samsvarar tæpum fimm milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Mikil reiði ríkir nú í garð samtakanna eftir að greint var frá því um helgina að starfsmenn Oxfam á Haítí hefðu keypt vændi þar árið 2011 en í einhverjum tilfellum er talið að þeir hafi nýtt sér barnungar stúlkur. Vændi er ólöglegt á Haítí. Stjórnandi Oxfam hefur beðist afsökunar á málinu.Virt og vel þekkt samtök sem fögnuðu 75 ára afmæli í fyrra Ráðherra þróunarmála í ríkisstjórn Theresu May, Penny Mordaunt, fundar nú með Oxfam og mun síðar í dag funda með nefnd sem hefur eftirlit með góðgerðarsamtökum í Bretlandi. Hún hefur varað samtökin við því að þau geti misst fjárframlög sín frá ríkinu vegna skandalsins og að stjórnendur Oxfam þurfi nú að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem þeir búa yfir um málið.Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, á fund með stjórnendum Oxfam í dag.vísir/gettyFyrst var greint frá málinu í breska blaðinu Times fyrir helgi og hefur það síðan undið verulega upp á sig. Oxfam-hjálparsamtökin voru stofnuð í Oxford árið 1942 og eru virt og vel þekkt í Bretlandi en markmið þeirra er að finna langtímalausnir á fátækt í heiminum. Þau starfa í yfir 100 löndum, meðal annars í Sýrlandi, Jemen, Kongó og Haítí. Að því er fram kemur í skýrslu frá samtökunum frá árinu 2011 var þremur mönnum leyft að segja upp og fjórir aðrir voru reknir fyrir alvarlegt misferli í starfi í kjölfar rannsóknar á framferði starfsmannanna. Var meðal annars meint kynferðisleg misnotkun þeirra rannsökuð, niðurhal á klámi og misbeiting valds.Svæðisstjórinn á Haítí viðurkenndi að hafa keypt vændi Einn þeirra sem fékk leyfi til þess að segja upp án þess að það hefði nokkrar frekari afleiðingar var svæðisstjóri Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren. Hann viðurkenndi að hafa keypt vændi í villunni sem Oxfam leigði handa honum að því er fram kemur í umræddri skýrslu.Ein af starfsstöðvum Oxfam á Haítí. Samtökin voru ein af fjölmörgum góðgerðarsamtökum sem komu að hjálparstarfi í landinu í kjölfar jarðskjálftans árið 2010.vísir/gettyÞar segir jafnframt að á meðal sumra starfsmanna Oxfam hafi tíðkast einhvers konar kúltúr þar sem þeir gátu gert ýmislegt, þar á meðal keypt sér vændi, án þess að vera refsað fyrir það. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að útiloka að barnungar stelpur hafi verið á meðal þeirra sem starfsmennirnir nýttu sér. Árið 2011 sendi Oxfam skýrslu til eftirlitsnefndar góðgerðarsamtaka án þess að þar væri í nokkru minnst á kynferðislega misnotkun. Í skýrslunni var greint frá því innan samtakanna færi nú fram innanhúsrannsókn á meintu misferli starfsmanna Oxfam á Haítí. Þar á meðal væru ásakanir um óviðeigandi kynferðislega hegðun, áreitni og ógnanir af hálfu starfsmanna samtakanna. Lokaskýrslu um rannsóknina var aldrei skilað til eftirlitsnefndarinnar að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.Segir samtökin iðrast mjög vegna þess sem gerðist Tíðinda er að vænta síðar í dag um frekari viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við fréttum helgarinnar en stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, sagði að á fundinum með ráðherra myndi hann leggja áherslu á hversu mjög samtökin iðrist vegna þess sem gerðist á Haítí. „Ég ætla að útskýra þær úrbætur sem hafa verið gerðar hjá Oxfam og ég ætla að endurtaka það sem ég hef sagt við breskan almenning sem er afsökunarbeiðni samtakanna vegna alls þessa,“ er haft eftir Goldring á vef Guardian.
Haítí Mið-Ameríka Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira