Faðir þolanda Nassars er laus allra mála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 23:37 Randall Margraves, faðir þolanda, réðst að Larry Nassar. Saknsóknari hyggst ekki ákæra Margraves. Vísir/Getty Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Randall Margraves, faðir stúlku sem læknirinn Larry Nassar braut á, er laus allra mála og verður ekki ákærður fyrir að hafa misst stjórn á sér og ráðist að Nassar á meðan á réttarhöldunum yfir honum stóðu. Í dag barst tilkynning frá embætti saksóknara í Michigan þar fram kom að ekki stæði til að ákæra Margraves. Margrave vakti heimsathygli í upphafi mánaðar þegar hann gerði tilraun til að ráðast á Nassar sem í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins misnotaði hundruð stúlkna að því er fram kemur á vef NBC. Um það leyti sem önnur af tveimur dætrum Margraves greindi frá hræðilegri reynslu sinni af misnotkun Nassars lét faðirinn í bræðiskasti til skarar skríða. Í fyrstu bað hann dómarann um veita sér fáeinar mínútur í einrúmi með Nassar en þegar þeirri beiðni var hafnað hjólaði Margraves í hinn ákærða. „Hleypið mér í þennan skíthæl!“ öskraði Margraves þegar lögreglumennirnir í réttarsalnum reyndu að yfirbuga hann. JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL— NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Ákvörðun Janice Cunningham, dómara, hafði áhrif á afstöðu saksóknara.visir/gettyJanice Cunningham, dómari, veitti Margraves áminningu í stað þess að ákæra hann fyrir að sýna dómnum lítilsvirðingu í ljósi þess að Margraves hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Í yfirlýsingu saksóknarans kemur fram að ákvörðun dómarans hafi spilað inn í ákvörðun embættisins. Margir álíta Margraves sem hetju og finna til með honum en í hans nafni söfnuðust tuttugu og fimm þúsund dollarar fyrir lögfræðikostnaði sem hefði getað fallið til vegna málsins. Margraves lét aftur á móti upphæðina sem safnaðist renna til samtaka sem starfa í þágu þolenda kynferðislegs ofbeldis.Margraves er því laus allra mála, öfugt við Nassar því refsingin sem honum hefur verið gerð hljóðar samanlagt upp á allt að 360 ára fangelsi.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. 5. febrúar 2018 15:00
Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41