Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. febrúar 2018 21:30 Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann Rafmyntir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann
Rafmyntir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira