Talið er að starfsmenn samtakanna hafi viðhaft þessa iðju í fjölda þeirra landa þar sem Oxfam starfar með bágstöddum. Vísir fjallaði ítarlega um málið og má nálgast þá umfjöllun með því að smella hér.
Sjá einnig: Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals
Samtökin eru sökuð um að hafa leynt þessum upplýsingum og stungið skýrslu undir stól sem varpaði ljósi á athæfi starfsmanna á Haítí árið 2011.
Nú hefur Minnie Driver sem fyrr segið ákveðið að hætta sem sendiherra og einn af andlitum samtakanna. Leikkonan, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting, Grosse Point Blank og Hope Springs, hefur starfað með Oxfam í 20 ár og segist ætla að halda áfram að berjast gegn óréttlæti þrátt fyrir að hún segi skilið við samtökin.
Twitter-færslu hennar um málið má sjá hér að neðan.
All I can tell you about this awful revelation about Oxfam is that I am devastated.Devastated for the women who were used by people sent there to help them, devastated by the response of an organization that I have been raising awareness for since I was 9 years old #oxfamscandal
— Minnie Driver (@driverminnie) February 13, 2018