Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/stefán Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00