Fangelsuð fyrir að fæða andvana barn og látin laus ellefu árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 22:45 Teodora Vásquez naut lífsins í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að henni var sleppt úr fangelsi í El Salvador í dag. Vísir/AFP Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira