Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2018 11:44 Meðal viðburða á Iceland Airwaves í nóvember 2017 voru tónleikar Megasar með fjölda íslenskra listamanna í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist. Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist.
Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18