Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2018 11:44 Meðal viðburða á Iceland Airwaves í nóvember 2017 voru tónleikar Megasar með fjölda íslenskra listamanna í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist. Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist.
Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18