Ekkert fær Barcelona stöðvað Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2018 17:00 Leikmenn Börsunga fagna í kvöld. vísir/getty Barcelona heldur áfram taplausu hrinu sinni í spænsku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið sinn nítjánda sigur á tímabilinu þegar liðið vann 2-0 útisigur á Eibar. Luis Suarez kom Barcelona yfir á sextándu mínútu eftir undirbúning frá argentíska snillingnum, Lionel Messi og þannig var staðan í hálfleik. Fabian Orellana var svo visa í sturtu á 66. mínútu og undir lok leiksins tvöfaldaði Jordi Alba forystu Barcelona áður en yfir lauk. Lokatölur 2-0. Barcelona er með tíu stiga forskot á Atletico Madrid, en Börsungar hafa unnið nítján leiki og gert fimm jafntefli. Eibar er í sjöunda sætinu. Í hinum leik dagsins sem lokið er vann Sevilla 2-1 sigur á Las Palmas, en Sevilla er í fimmta sætinu - þremur stigum frá Real Madrid sem á þó leik til góða. Spænski boltinn
Barcelona heldur áfram taplausu hrinu sinni í spænsku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið sinn nítjánda sigur á tímabilinu þegar liðið vann 2-0 útisigur á Eibar. Luis Suarez kom Barcelona yfir á sextándu mínútu eftir undirbúning frá argentíska snillingnum, Lionel Messi og þannig var staðan í hálfleik. Fabian Orellana var svo visa í sturtu á 66. mínútu og undir lok leiksins tvöfaldaði Jordi Alba forystu Barcelona áður en yfir lauk. Lokatölur 2-0. Barcelona er með tíu stiga forskot á Atletico Madrid, en Börsungar hafa unnið nítján leiki og gert fimm jafntefli. Eibar er í sjöunda sætinu. Í hinum leik dagsins sem lokið er vann Sevilla 2-1 sigur á Las Palmas, en Sevilla er í fimmta sætinu - þremur stigum frá Real Madrid sem á þó leik til góða.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn