Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 20:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í dag. Vísir/Hanna Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39