Það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir, skipuleggjendur Listar í ljósi. List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“ Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira