Betra hundalíf Jónasar eftir vítaverða meðferð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:15 Jónsi á vappinu í Vesturbænum, öllu léttari en fyrir rúmu hálfu ári síðan. Fréttablaðið/Eyþór. Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira