Innlent

Þrjár öflugar konur í Víglínunni um hlunnindi þingmanna og baráttuna um borgina

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Nú þegar upplýst hefur verið að sá þingmaður sem hefur verið hvað mest úti í kjördæminu að aka hefur ekið 36 sinnum í kringum landið og rúmlega einu sinni hringinn í kring um hnöttinn á einu ári koma þær Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Oddný. G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða hlunnindi þingmanna. Þær munu einnig ræða smálán með hundruð prósenta vöxtum sem eru að buga margt ungt fólk fjárhagslega sem og nýjar hugmyndir til að fjölga fólki í kennarastétt.

Þá gerðust þau tíðindi í vikunni að Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar ákvað að storma út á hinn pólitíska vettvang á ný. Nú sem oddviti Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Hún mætir í Víglínuna til að skýra út hverning hún ætlar að ná þremur til fjórum fulltrúum í borgarstjórn eins og hún hefur lýst yfir að hún muni gera.

Ekki missa af fjörugri Víglínu með þremur öflugum konum í stjórnmálum í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×