190 breskar leikkonur krefjast breytinga: „Kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 09:09 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Saoirse Ronan, Naome Harris, Emma Watson, Claire Foy, Kate Winslet, Emilia Clarke, Emma Thompson, Keira Knightley og Thandie Newton. Vísir/EPA/AFP 190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka. MeToo Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Sjá meira
190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka.
MeToo Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Sjá meira