Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour Fyrsta línan frá nýju systurmerki H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour Fyrsta línan frá nýju systurmerki H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour