Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 14:02 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir sem ráðin hefur verið til starfa hjá dómsmálaráðuneytinu. erla björg gunnarsdóttir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár. Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár.
Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00