Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 14:02 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir sem ráðin hefur verið til starfa hjá dómsmálaráðuneytinu. erla björg gunnarsdóttir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár. Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár.
Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent