Fowler leiðir fyrir lokahringinn í Phoenix 4. febrúar 2018 11:15 Þúsundir manna fylgjast með Rickie setja niður pútt í Phoenix. Vísir/getty Rickie Fowler náði forskotinu á Waste Management Phoenix Open golfmótinu í Arizona í gærkvöldi með því að enda hringinn á þremur fuglum í röð á lokaholunum en hann er með eitt högg í forskot á næstu menn. Um er að ræða mótið með mestu aðsókn í heiminum en rúmlega 212 þúsund manns voru mættir í gær til að fylgjast með þriðja degi mótsins og fá áhorfendur aðeins lausari taum en á venjulegum golfmótum. Hafa tæplega 650 þúsund manns séð fyrstu þrjá dagana en búast má við að áhorfendamet verði sett á lokadeginum í dag. Fékk Rickie alls fimm fugla á hringnum, þar af fjóra á síðustu fimm holunum og tapaði aðeins einu höggi. Kom hann í hús á fjórum höggum undir pari á deginum og alls 199 höggum, fjórtán höggum undir pari. Justin Thomas byrjaði daginn af krafti með sex fuglum í röð en þrjár slakar holur undir lokin þýða að hann er átta höggum eftir efstu kylfingum og var baulað á hann á sextándu holu eftir tvöfaldan skolla. Jon Rahm og Chaz Reavie sem léku með Arizona State háskólanum í háskólagolfinu eru ásamt Bryson DeChambeu einu höggi á eftir Fowler en Phil Mickelson sem lék einnig með Arizona State er tveimur höggum eftir þeim. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending klukkan 18:00.Bestu tilþrifin á 16. holu: Allt það helsta frá degi þrjú: Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rickie Fowler náði forskotinu á Waste Management Phoenix Open golfmótinu í Arizona í gærkvöldi með því að enda hringinn á þremur fuglum í röð á lokaholunum en hann er með eitt högg í forskot á næstu menn. Um er að ræða mótið með mestu aðsókn í heiminum en rúmlega 212 þúsund manns voru mættir í gær til að fylgjast með þriðja degi mótsins og fá áhorfendur aðeins lausari taum en á venjulegum golfmótum. Hafa tæplega 650 þúsund manns séð fyrstu þrjá dagana en búast má við að áhorfendamet verði sett á lokadeginum í dag. Fékk Rickie alls fimm fugla á hringnum, þar af fjóra á síðustu fimm holunum og tapaði aðeins einu höggi. Kom hann í hús á fjórum höggum undir pari á deginum og alls 199 höggum, fjórtán höggum undir pari. Justin Thomas byrjaði daginn af krafti með sex fuglum í röð en þrjár slakar holur undir lokin þýða að hann er átta höggum eftir efstu kylfingum og var baulað á hann á sextándu holu eftir tvöfaldan skolla. Jon Rahm og Chaz Reavie sem léku með Arizona State háskólanum í háskólagolfinu eru ásamt Bryson DeChambeu einu höggi á eftir Fowler en Phil Mickelson sem lék einnig með Arizona State er tveimur höggum eftir þeim. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending klukkan 18:00.Bestu tilþrifin á 16. holu: Allt það helsta frá degi þrjú:
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira