Ráðherrar friðhelgir eftir ummæli um Landsdóm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 08:00 Stjórnmálamenn hafa sagt að Landsdómsfyrirkomulagið sé úrelt eftir mál Geirs Haarde. vísir/stefán „Á meðan ekkert annað kemur í staðinn fyrir Landsdómsfyrirkomulagið sem stjórnmálamenn hafa sagt úrelt er í rauninni verið að lýsa því yfir að ráðherrar séu friðhelgir gagnvart ákærum fyrir embættisbrot,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Ábyrgð ráðherra á embættisfærslum sínum hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna skipunar dómara í Landsrétt. Dómur hefur þegar fallið í Hæstarétti um bótaábyrgð ríkisins vegna ólögmætrar embættisfærslu ráðherra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur embættisfærslur ráðherra til skoðunar. Þær raddir gerast háværari að ráðherra eigi að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér en lítið hefur verið rætt um þá lagalegu ábyrgð ráðherra sem kveðið er á um í stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Ábyrgð ráðherra er tvíþætt; annars vegar þessi lagalega sem yrði þá dæmd af Landsdómi og svo möguleg persónuleg bótaábyrgð ráðherra og hins vegar hin pólitíska ábyrgð sem fram til þessa hefur verið litin þeim augum að ráðherra þurfi að segja af sér ef hann missir traust þingsins,“ segir Björg og lætur þess getið að nú séu menn farnir að skýra hina pólitísku ábyrgð í þessu samhengi með vísan til þess að kjósendur greiði atkvæði á fjögurra ára fresti. „Lagalega ábyrgðin er mögulega fyrir hendi og í þessu tilviki kæmi þá til skoðunar hvort það feli í sér stórfellt gáleysi að láta þetta mál ganga svona þrátt fyrir allar viðvaranir um að þetta væri andstætt lögum,“ segir Björg en nefnir einnig að málið sé vart komið á það stig að ákæra sé til umræðu. „Það þarf mjög mikið til að koma til þess að ráðherra verði ákærður fyrir refsiverð embættisbrot og ofan á bætist að viðhorf manna hér eru þannig að það eigi alls ekki að kalla Landsdóm saman aftur,“ segir Björg og bætir við: „Það þýðir með öðrum orðum að ráðherra er í rauninni friðhelgur og nýtur í raun réttri friðhelgi fyrir ákærum um refsiverð brot því hann verður eingöngu dæmdur fyrir sínar embættisfærslur í Landsdómi en ekki fyrir öðrum dómstólum.“ Hún áréttar að þetta sé staðan á meðan ekkert komi í stað Landsdómsfyrirkomulagsins og notkunarleysi þess sé réttlætt með því að kerfið sé úrelt. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar tekur undir með Björgu. „Það er allavega búið að aftengja Landsdóm og virðist orðinn samhljómur um að sú leið gangi ekki lengur. Það sem eftir situr er þá hin pólitíska ábyrgð, það er, að ráðherra víki, en stjórnskipulega ábyrgðin er bara engin, það er alveg rétt,“ segir Helga Vala. Aðspurð segir hún ekki liggja fyrir hvað gerist þegar athugun nefndarinnar lýkur. „Á fundinum á morgun er ætlunin að taka ákvörðun um næstu skref. Ég hef þegar lýst þeirri tillögu sem ég hyggst leggja fram, að nefndin dragi sig í hlé að svo stöddu til að Umboðsmaður Alþingis fái tækifæri til að athuga hvort tilefni sé til frumkvæðisathugunar,“ segir Helga Vala. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsdómur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. 26. nóvember 2017 21:00 Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. 20. desember 2017 18:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
„Á meðan ekkert annað kemur í staðinn fyrir Landsdómsfyrirkomulagið sem stjórnmálamenn hafa sagt úrelt er í rauninni verið að lýsa því yfir að ráðherrar séu friðhelgir gagnvart ákærum fyrir embættisbrot,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Ábyrgð ráðherra á embættisfærslum sínum hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna skipunar dómara í Landsrétt. Dómur hefur þegar fallið í Hæstarétti um bótaábyrgð ríkisins vegna ólögmætrar embættisfærslu ráðherra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur embættisfærslur ráðherra til skoðunar. Þær raddir gerast háværari að ráðherra eigi að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér en lítið hefur verið rætt um þá lagalegu ábyrgð ráðherra sem kveðið er á um í stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Ábyrgð ráðherra er tvíþætt; annars vegar þessi lagalega sem yrði þá dæmd af Landsdómi og svo möguleg persónuleg bótaábyrgð ráðherra og hins vegar hin pólitíska ábyrgð sem fram til þessa hefur verið litin þeim augum að ráðherra þurfi að segja af sér ef hann missir traust þingsins,“ segir Björg og lætur þess getið að nú séu menn farnir að skýra hina pólitísku ábyrgð í þessu samhengi með vísan til þess að kjósendur greiði atkvæði á fjögurra ára fresti. „Lagalega ábyrgðin er mögulega fyrir hendi og í þessu tilviki kæmi þá til skoðunar hvort það feli í sér stórfellt gáleysi að láta þetta mál ganga svona þrátt fyrir allar viðvaranir um að þetta væri andstætt lögum,“ segir Björg en nefnir einnig að málið sé vart komið á það stig að ákæra sé til umræðu. „Það þarf mjög mikið til að koma til þess að ráðherra verði ákærður fyrir refsiverð embættisbrot og ofan á bætist að viðhorf manna hér eru þannig að það eigi alls ekki að kalla Landsdóm saman aftur,“ segir Björg og bætir við: „Það þýðir með öðrum orðum að ráðherra er í rauninni friðhelgur og nýtur í raun réttri friðhelgi fyrir ákærum um refsiverð brot því hann verður eingöngu dæmdur fyrir sínar embættisfærslur í Landsdómi en ekki fyrir öðrum dómstólum.“ Hún áréttar að þetta sé staðan á meðan ekkert komi í stað Landsdómsfyrirkomulagsins og notkunarleysi þess sé réttlætt með því að kerfið sé úrelt. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar tekur undir með Björgu. „Það er allavega búið að aftengja Landsdóm og virðist orðinn samhljómur um að sú leið gangi ekki lengur. Það sem eftir situr er þá hin pólitíska ábyrgð, það er, að ráðherra víki, en stjórnskipulega ábyrgðin er bara engin, það er alveg rétt,“ segir Helga Vala. Aðspurð segir hún ekki liggja fyrir hvað gerist þegar athugun nefndarinnar lýkur. „Á fundinum á morgun er ætlunin að taka ákvörðun um næstu skref. Ég hef þegar lýst þeirri tillögu sem ég hyggst leggja fram, að nefndin dragi sig í hlé að svo stöddu til að Umboðsmaður Alþingis fái tækifæri til að athuga hvort tilefni sé til frumkvæðisathugunar,“ segir Helga Vala.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsdómur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. 26. nóvember 2017 21:00 Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. 20. desember 2017 18:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum. 26. nóvember 2017 21:00
Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. 20. desember 2017 18:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent