Hagvöxtur á Norðurlöndum mestur á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. vísir/anton brink Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við. Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við.
Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22
Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00