Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 12:15 Sigrún Aðalbjarnadóttir segir að leiðandi uppeldishættir séu heillavænlegar til að auka þroska barna. Vísir/Getty „Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent