Biðin eftir nýrri treyju íslenska landsliðsins í fótbolta lýkur 15. mars en þá verður HM-treyjan kynnt, að því fram kemur í frétt fótbolti.net í dag. Stefnt er að því að frumsýna treyjuna í vináttuleiknum á móti Mexíkó í San Francisco 23. mars.
Treyjan verður þá opinberuð með pomp og prakt en íslenska þjóðin þarf enn að bíða í rúman mánuð eftir að sjá treyjuna sem Aron Einar og strákarnir okkar spila í á HM í Rússlandi.
Í viðtali við Fótbolti.net segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands að búningurinn nýi sé „öðruvísi“ og að hann verði „umdeildur“
„Ég verð illa svikin ef hann verður ekki umdeildur, þá er fólk búið að missa áhugann á okkur,“ segir framkvæmdastjórinn létt og kát.
Treyjan þarf að vera ansi spes til að toppa fárið í kringum EM-treyjuna fyrir tveimur árum en henni var ekki beint tekið mjög vel.
Hún var svo ljót að mati tískuhönnuðarins Guðmundars Jörundsssonar að hann kallaði treyjuna „hörmung.“ Hann sagði enn fremur að hún væri svo ljót að þetta væri „líklegast mannréttindabrot.“
Það er sem fyrr ítalska íþróttavörumerkið Errea sem sér um hönnun og framleiðslu á íslenska landsliðsbúningnum.
Segir að HM-treyja strákanna okkar verði „öðruvísi og umdeild“
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



