86 manns sagt upp hjá Odda Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 13:40 Framleiðslu verður hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni. Vísir/anton 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að á sama tíma standi til að efla prentverk og öskjuframleiðslu fyrirtækisins. „Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. Við lögun starfseminnar að breyttum aðstæðum leggjast af 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og fækkað verður um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Stjórn og stjórnendum Odda þykir leitt að sjá á eftir því góða og reynslumikla starfsfólki sem nú skilur við fyrirtækið vegna þess og lögð verður áhersla á að veita því stuðning og aðstoð við næstu skref með virðingu fyrir hverjum einstaklingi í huga. Undanfarin ár hefur orðið hröð neikvæð þróun á starfsumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja, sem m.a. má rekja til þess að sterkt gengi íslensku krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Oddi hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og mikið umbótastarf hefur þegar verið unnið innan fyrirtækisins til að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir í tilkynningunni.Þungur rekstur Haft er eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, að starfsumhverfi fyrirtækja eins og Odda sem séu í beinni samkeppni við erlenda framleiðslu hafi verið að þyngjast jafnt og þétt undanfarin ár. „Það er auðvitað ekki eini áhrifavaldurinn en hefur mikið að segja um niðurstöðuna og við teljum okkur þurfa að bregðast skýrt við breyttum aðstæðum í rekstrinum núna til að tryggja viðskiptavinum okkar áfram þau gæði og þjónustu sem Oddi stendur fyrir. Þetta er grundvallarbreyting á starfsemi fyrirtækisins og það er vissulega áhugaverð vinna fram undan við að byggja upp nýjan Odda. Á þessari stundu leggjum við hins vegar höfuðáherslu á að aðstoða okkar góða starfsfólk sem skilur við Odda í kjölfar breytinganna eins og við getum. Það er algert forgangsmál í okkar huga,“ segir Kristján Geir. Vistaskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að á sama tíma standi til að efla prentverk og öskjuframleiðslu fyrirtækisins. „Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. Við lögun starfseminnar að breyttum aðstæðum leggjast af 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og fækkað verður um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Stjórn og stjórnendum Odda þykir leitt að sjá á eftir því góða og reynslumikla starfsfólki sem nú skilur við fyrirtækið vegna þess og lögð verður áhersla á að veita því stuðning og aðstoð við næstu skref með virðingu fyrir hverjum einstaklingi í huga. Undanfarin ár hefur orðið hröð neikvæð þróun á starfsumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja, sem m.a. má rekja til þess að sterkt gengi íslensku krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Oddi hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og mikið umbótastarf hefur þegar verið unnið innan fyrirtækisins til að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir í tilkynningunni.Þungur rekstur Haft er eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, að starfsumhverfi fyrirtækja eins og Odda sem séu í beinni samkeppni við erlenda framleiðslu hafi verið að þyngjast jafnt og þétt undanfarin ár. „Það er auðvitað ekki eini áhrifavaldurinn en hefur mikið að segja um niðurstöðuna og við teljum okkur þurfa að bregðast skýrt við breyttum aðstæðum í rekstrinum núna til að tryggja viðskiptavinum okkar áfram þau gæði og þjónustu sem Oddi stendur fyrir. Þetta er grundvallarbreyting á starfsemi fyrirtækisins og það er vissulega áhugaverð vinna fram undan við að byggja upp nýjan Odda. Á þessari stundu leggjum við hins vegar höfuðáherslu á að aðstoða okkar góða starfsfólk sem skilur við Odda í kjölfar breytinganna eins og við getum. Það er algert forgangsmál í okkar huga,“ segir Kristján Geir.
Vistaskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira