Ráðherra gerir lítið úr vandræðalegri skýrslu um áhrif Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 15:15 Niðurstöður skýrslunnar sem var lekið voru þær að Bretar muni hafa það verr efnahagslega eftir að þeir yfirgefa Evrópusambandið. Vísir/AFP Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi. Brexit Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi.
Brexit Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira